Yfir 2.100 úkraínskir borgara hafa látið lífið í árás Rússa á hafnarborgina Maríupol í suðausturhluta Úkraínu.
Um það bil 100 sprengjum hefur verið varpað á borgina síðan innrásin hófst. Á miðvikudag slösuðust 17 manns í sprengjuárás Rússa á barnaspítala í borginni.
Um hálf milljón býr í borginni við hræðilega aðstæður, í tólf daga hefur fólk ekki haft aðgang að vatni, rafmagni og hita. Í borginni er nánast ekkert símasamband og matur er af skornum skammti.
Yfirvöld í borginni segja um 400 þúsund manns séu strandaglópar í borginni. Bílalest á leið með vistir til borgarinnar var stöðvuð af Rússum en vonast var að hún myndi ná til borgarinnar í dag.
Yfirvöld í Tyrklandi hafa beðið Rússa um hjálp við að koma tyrkneskum ríkisborgurum úr borginni.