Þriggja mínútna langar, ákafar skothríðir, hafa brotist út með hléum í norðausturhluta Kænugarðs í kvöld, að sögn Óskars Hallgrímssonar, ljósmyndara sem býr í höfuðborg Úkraínu.
Þá fóru viðvörunarflautur einnig í gang í fyrsta skipti í langan tíma.
Óskar hefur þó ekki orðið var við neinar sprengingar.
„Ég heyrði í rosalegum byssubardaga, búið að þagna aftur núna. Það gæti verið að einhver hafi verið að reyna að komast í gegnum eftirlitsstöðvarnar sem búið er að setja upp út um alla borg.“