Efnahagur Úkraínu gæti hrunið

Húsnæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington-borg.
Húsnæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington-borg. AFP

Efnahagur Úkraínu gæti hrunið og dregist saman um allt að 35% ef stríðið í landinu dregst á langinn. Átökin gætu einnig lagt fæðuöryggi í heiminum í hættu, að sögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fram kemur að óvissan sé gríðarleg. Landsframleiðsla muni þó að minnsta kosti dragast saman um 10% á þessu ári ef miðað er við skjóta endalok stríðsins.

Hækkandi verðlag, ásamt mögulegum uppskerubresti, getur sömuleiðis ógnað fæðuöryggi.

Sjóðurinn bendir á tölfræði vegna átaka í Íraka, Líbanon, Sýrlandi og Jemen og segir að árleg landsframleiðsla Úkraínu gæti dregist mun meira saman en í þeim löndum, eða um 25 til 35%.

Efnahagur Úkraínu óx um 3,2 prósent árið 2021. Kornuppskera var meiri en nokkru sinni fyrr og neysla almennings fór sömuleiðis upp á við .

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert