Erfiðar viðræður en „allir að bíða“

Volodimír Selenskí, Úkraínuforseti, á skrifstofu sinni í dag.
Volodimír Selenskí, Úkraínuforseti, á skrifstofu sinni í dag. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að friðarviðræður um að stöðva stríðið í landinu gangi erfiðlega, en vonar að jákvæð tíðindi berist síðar í dag.

Úkraínski leiðtoginn staðfesti að „erfiðar samningaviðræður“ væru framundan við Rússa. Með þeim er vonast til að ná diplómatískri lausn eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur vikum.

„Myndbandsfundur á milli samninganefndanna tveggja er þegar hafinn. Hann mun halda áfram,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi.

„Allir eru að bíða eftir fregnum. Við munum án efa segja frá einhverju í kvöld.“

Fjórða umferð friðarviðræðna Rússa og Úkraínumanna hófst fyrr í dag, á sama tíma og hart hefur verið barist í Úkraínu með tilheyrandi mannfalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert