Fréttamaður Fox News særður í Úkraínu

Særðir menn bornir af vígvelli í Kænugarði í dag.
Særðir menn bornir af vígvelli í Kænugarði í dag. AFP

Fréttamaður bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox særðist í átökum í Úkraínu í dag.

Fréttamaðurinn, að nafni Benjamin Hall. særðist rétt fyrir utan Kænugarð í dag þar sem hann var við störf sín. Ekki er meira vitað um atvikið enn sem komið er.

Áverkar hans eru þó alvarlegir og hefur hann verið lagður inn á gjörgæslu.  

Fréttaþulur tilkynnti árásina í beinni nú fyrir skömmu.

„Þetta eru fréttir sem við hötum að þurfa að segja, en auðvitað er þetta eitthvað sem getur gerst í miðju stríði.“

Lést í gær

Bandaríski blaðamaðurinn Brent Renaud var skotinn til bana í Úkraínu í gær.

Lést hann samstundis eftir skotárásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert