Friðarviðræður halda áfram á morgun

Mikhailo Podolyak (til hægri) ásamt varnarmálaráðhrra Úkraínu, Oleksí Reznikov.
Mikhailo Podolyak (til hægri) ásamt varnarmálaráðhrra Úkraínu, Oleksí Reznikov. AFP

Friðarviðræður á milli Rússa og Úkraínumanna halda áfram á morgun, að sögn úkraínsku samninganefndarinnar. Fjórða samningalotunni eftir tveggja vikna stríð lauk án niðurstöðu fyrr í dag.

„Tæknilegt hlé hefur verið gert á samningaviðræðum þangað til á morgun,“ sagði háttsettur úkraínskur samningamaður og aðstoðarmaður Úkraínuforseta, Mikhalio Podolyak, á Twitter.

Um helgina höfðu báðir aðilar sem sitja við samningaborðið látið í ljós vonir um að einhvers konar samkomulag yrði tilkynnt í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert