Loftárásir Rússa á herbúðir Úkraínumanna í vesturhluta borgarinnar Lvív, áttu upptök sín í rússneskri lofthelgi, en flugfarið sem skaut á æfingasvæði úkraínska hersins fór aldrei inn í lofthelgi Úkraínu. Þetta er haft eftir fulltrúa varnarmála Bandaríkjanna.
Þetta herbragð Rússa gefur til kynna að jafnvel þótt NATO myndi fallast á kröfur Volodimírs Selenskí, forseta Úkraínu, um að loka lofthelgi Úkraínu, gæti það ekki komið veg fyrir loftárásir Rússa.
Bandaríkin og önnur aðildaríki bandalagsins hafa ekki viljað verða við þessum kröfum enda skapi þær raunverulega og talsverða hættu á því að heimsstyrjöld skelli á.
Herbúðirnar eru staðsettar tuttugu kílómetra frá landamærum Úkraínu við Pólland, sem tilheyrir bæði Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu.
Árásin var einnig til votts um það að vesturhluti Úkraínu, sem hafði fram að þessu verið hlíft, er berskjaldaður fyrir langdrifnum loftskeytum úr vopnabúri Rússa.