Meirihluti Finna vill ganga í NATO

Landamæri Finnlands og Rússlands eru þau lengstu í Evrópu.
Landamæri Finnlands og Rússlands eru þau lengstu í Evrópu. AFP

Stuðningur við mögulega aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) hefur rokið upp þar í landi frá innrás Rússa í Úkraínu. 

Stuðningurinn hefur aldrei mælst jafn mikill en í niðurstöðu könnunar sem birtist í dag mátti sjá að stuðningur við slíka aðild nam 62 prósentum.

Fyrir tveimur vikum var framkvæmd samskonar könnun en þá mældist stuðningur ekki nema 53 prósent. Hann hefur þannig rokið upp um níu prósent á afar stuttum tíma. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Í nýjustu könnuninni sögðust 16 prósent þáttakanda vera andvígir slíkri aðild og 21 prósent voru óviss. 

Tuttugu ára viðhorfi snúið við

Finnland hefur haldið sig utan hvers kyns hernaðarbandalaga síðan við lok Kalda stríðsins, af ótta við að skapa styggja við Rússum, en landamæri Finnlands og Rússlands eru þau lengstu í Evrópu.

Í um tvo áratugi hefur viðhorf Finna til aðildar að NATO verið stöðugt þar sem rúmur helmingur þjóðarinnar hefur verið andvígur og ekki nema tæpur þriðjungur hlynntur. 

Forseti Finnlands, Sauli Niinisto, kallaði eftir því í síðustu viku, að þjóðin íhugi það vel og vandlega hvort nú væri kominn tími til að sækja um aðild að NATO. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert