Úkraínumenn ætla að krefjast tafarlauss vopnahlés og að rússneskar hersveitir yfirgefi landið í fjórðu umferð samningaviðræðna sem fara fram í dag. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan bardagar hófust í Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa.
Úkraínski embættismaðurinn Ihor Zhovka sagði við BBC að afstaða Rússa sé uppbyggilegri núna en hún hefur verið.
„Í staðinn fyrir að setja okkur úrslitakosti eða að biðja Úkraínu um að gefast upp virðast þeir núna tilbúnir að hefja uppbyggilegar samningaviðræður,“ sagði hann.
Mikhailo Podolyak, aðalsamningamaður úkraínskra stjórnvalda, sagði vopnahlé lykilatriði í samningaviðræðunum.
„Friður, tafarlaust vopnahlé og brotthvarf allra rússneskra hermanna. Eingöngu þegar þetta er í höfn getum við talað um samskipti landanna og pólitísk álitamál,“ sagði hann á Twitter.
Negotiations. 4th round. On peace, ceasefire, immediate withdrawal of troops & security guarantees. Hard discussion. Although Russia realizes the nonsense of its aggressive actions, it still has a delusion that 19 days of violence against 🇺🇦 peaceful cities is the right strategy pic.twitter.com/BhFLgBSKiu
— Михайло Подоляк (@Podolyak_M) March 14, 2022