Vara Kínverja við afleiðingum þess að aðstoða Rússa

Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, segir að afleiðingarnar fyrir Kína, verði …
Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, segir að afleiðingarnar fyrir Kína, verði þeir að bón Rússa, verði miklar. AFP

Bandaríks yfirvöld segja miklar afleiðingar verði gagnvart Kína ef Kínverjar verða við bón Rússa um aðstoð vegna innrásarinnar í Úkraínu. 

Bandarískir miðlar höfðu í gær eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins að Rússar hefðu óskað eftir aðstoð kínverskra yfirvalda við að útvega hergögn. Kínverska sendiráðið í Bandaríkjunum sagðist ekki vita til þess að slík bón hafi borist. 

Bandarískir og kínverskir diplómatar munu funda saman í Róm á Ítalíu í dag og talið er að viðbrögðin innan úr stjórnkerfi Bandaríkjanna við fréttunum muni lita fundinn. 

Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hefur orðræða kínverskra stjórnvalda verið túlkuð sem stuðningur við Rússa. Þó er ekki vitað til þess að Kínverjar hafi aðstoðað Rússa með hergögnum hingað til.

Þá er ekki vitað hver viðbrögð kínverskra stjórnvalda séu við bóninni. 

Í viðtali við fréttastofu CNN sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, að Bandaríkin ættu í beinum samskiptum við Kínverja um að afleiðingarnar fyrir Kína ef af aðstoðinni yrði, verði miklar og alvarlegar í formi viðskiptaþinganna.

„Við munum ekki leyfa því að gerast, leyfa líflínu til Rússa frá nokkru ríki í heiminum,“ er haft eftir Sullivan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert