Á yfir höfði sér tíu daga fangelsi

Ovsjanníkova stendur fyrir aftan með skiltið þar sem hún mótmælti …
Ovsjanníkova stendur fyrir aftan með skiltið þar sem hún mótmælti hernaðinum. AFP

Rússneskur ritstjóri sem mótmælti hernaði Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu í fréttatíma ríkissjónvarpsstöðvar á yfir höfði sér tíu daga fangelsi.

Marína Ovsjanníkova kom fyrir rétt í dag fyrir að hafa birt myndband þar sem hún útskýrir ástæðuna fyrir því að ráðast inn í miðja útsendingu.

„Ég er enn sannfærð um að Rússland sé að fremja glæp,“ sagði hún og lýsti yfir sakleysi sínu.

Héraðsdómsstóllinn þar sem Ovsjanníkova kom fyrir rétt í dag.
Héraðsdómsstóllinn þar sem Ovsjanníkova kom fyrir rétt í dag. AFP

Lögmaður hennar sagði AFP-fréttastofunni fyrr í dag að hún gæti einnig átt yfir höfði sér ákærur vegna glæpa þar sem refsingin er allt að 15 ára fangelsi, samkvæmt nýjum lögum sem voru samþykkt eftir rússneski herinn réðst inn í Úkraínu.

Auk mótmælanna í sjónvarpinu tók Ovsjanníkova upp myndband þar sem hún sagði föður sinn vera Úkraínumann og móður sína Rússa og að hún líti ekki á löndin tvö sem óvini.

„Ég skammast mín fyrir að leyfa fólki að dreifa lygum á sjónvarpsskjánum,“ sagði hún í myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert