Eitt barn flóttamaður á hverri sekúndu

Barn á flótta frá Úkraínu eftir að hafa farið yfir …
Barn á flótta frá Úkraínu eftir að hafa farið yfir pólsku landamærin. AFP

Um 1,4 milljónir barna hafa flúið Úkraínu síðan innrás Rússa í landið hófst 24. febrúar. Þetta þýðir að eitt barn hefur orðið flóttamaður á hverri sekúndu, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

„Að meðaltali, á hverjum degi síðustu 20 daga í Úkraínu, hafa yfir 70 þúsund börn orðið flóttamenn,“ sagði James Elder, talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Genf.

Það jafngildir um 55 á hverri mínútu, „þannig að það er næstum eitt á hverri sekúndu,“ sagði hann.

Úkraínskt barn í rútu eftir að hafa farið yfir pólsku …
Úkraínskt barn í rútu eftir að hafa farið yfir pólsku landamærin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert