Myndatökumaður Fox News látinn

Frá Kænugarði fyrr í dag.
Frá Kænugarði fyrr í dag. AFP

Myndatökumaður bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox News er látinn eftir að hafa særst á vettvangi í Úkraínu í gær.

Sjónvarpsstöðin greindi frá þessu.

Maðurinn hét Pierre Zakrzewski og var þar að störfum ásamt fréttamanninum Benjamin Hall, sem særðist einnig þegar skotið var á farartæki þeirra í Horenka, skammt fyrir utan Kænugarð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert