NATO óttast efnavopnaárás Rússa

Jens Stoltenberg.
Jens Stoltenberg. AFP

Atlantshafsbandalagið, NATO, óttast að Rússar séu að undirbúa efnavopnaárás í Úkraínu.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu fyrir fund með varnarmálaráðherrum sambandsins.

„Við höfum áhyggjur af því að Moskva efni til aðgerðar undir öðru heiti sem gæti falið í sér notkun efnavopna,“ sagði Stoltenberg við blaðamenn.

Hann sagði fullyrðingar Rússa um að Úkraínumenn starfræki tilraunastofur fyrir gerð efnavopna jafnframt vera út í hött.

Stoltenberg neitaði að „velta vöngum yfir hernaðarviðbrögðum frá NATO“ ef Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert