Setja á 36 klukkustunda útgöngubann

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ætla að setja á 36 klukkustunda útgöngubann sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma, eða klukkan 18 að íslenskum tíma.

Borgarstjórinn Vitali Klitschko greindi frá þessu.

„Það eru erfiðir og hættulegir tímar í dag,“ sagði fyrrverandi hnefaleikameistarinn Klitschko, í yfirlýsingu.

Kona úti á svölum eftir árás rússneska hersveita í nótt …
Kona úti á svölum eftir árás rússneska hersveita í nótt á fjölbýlishús. AFP

Tveir látnir eftir árásir á fjölbýlishús

Að minnsta kosti tveir fórust þegar rússneskar hersveitir gerðu árásir á íbúðahverfi í Kænugarði snemma í morgun.

16 hæða blokk í hverfinu Sviatoshynsky varð fyrir árás og önnur í Podilsk.

Flugvöllur eyðilagður

Rússar gerðu tvær loftárásir í nótt á Dnipro-flugvöll í borginni Dnipro í austurhluta Úkraínu í nótt.

Flugbrautin eyðilagðist, sem og flugstöðvarbygginging, að sögn ríkisstjórans Valentin Reznichenko.

AFP
Slökkviliðsmenn ganga fram hjá líki fyrir utan fjölbýlishúsið sem lenti …
Slökkviliðsmenn ganga fram hjá líki fyrir utan fjölbýlishúsið sem lenti í skotárás Rússa. AFP
Slökkviliðsmenn að störfum fyrir utan fjölbýlishús í Kænugarði snemma í …
Slökkviliðsmenn að störfum fyrir utan fjölbýlishús í Kænugarði snemma í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert