Kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna segir rafmagn komið á í kjarnorkuverinu í Tsjernóbyl í Úkraínu eftir að rafmagnslína var aftur skemmd af Rússum.
Áður fyrr skemmdu Rússar rafmagnslínu við kjarnorkuverið stuttu eftir þeir hófu innrásina í Úkraínu 24. febrúar, svo var einnig rafmagnslaust í kjarnorkuverinu snemma í síðustu viku en var komið á aftur á sunnudaginn.
Olíurafstöðvar fara sjálfkrafa af stað í kjarnorkuverinu ef rafmagn fer af en er það nausynlegt fyrir öryggiskerfi sem inniheldur meðal annars kælikerfi fyrir geymslu kjarnaúrgangs orkuversins.
Ríkisrekna orkufyrirtækið Ukrenergo í Úkraínu segir að Tsjernóbyl „geti ekki verið án áreiðanlegra orkugjafa,“ en kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl árið 1986 er oft talið versta kjarnorkuslys sögunnar.
Rússar hertóku einnig Saporisjía-verið við ána Dnípró í suðurhluta Úkraínu þann fjórða mars síðastliðinn, en voru þeir gagnrýndir fyrir skotárásir á kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, áður en en þeir hertóku það.