Blaðakona sem starfaði fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina Fox News er látin eftir að hafa særst á vettvangi í Úkraínu í gær.
Konan sem um ræðir hét Oleksandra Kúvsjínóva og var einungis 24 ára gömul.
Fréttamaðurinn Trey Yingst greinir frá andláti hennar.
Sasha was killed alongside Pierre. She was talented, well-sourced and witty. She liked photography, poetry and music. We became fast friends over a shared love of coffee. She was 24 years old. pic.twitter.com/5iVcUwZgpu
— Trey Yingst (@TreyYingst) March 15, 2022
Sasja, eins og hún var kölluð, var ásamt myndatökumanninum Pierre Zakrzewski og fréttamanninum Benjamin Hall að störfum þegar skotið var á farartæki þeirra í Horenka, skammt fyrir utan Kænugarð.
Zakrzewski lést einnig í árásinni.
Áður hefur verið greint frá skotárásum rússneskra hermanna á hópa blaðamanna.