Ung blaðakona myrt við störf í Úkraínu

Sasja ásamt Pier­re Zakrzewski og Benjamin Hall að störfum.
Sasja ásamt Pier­re Zakrzewski og Benjamin Hall að störfum. AFP

Blaðakona sem starfaði fyrir banda­rísku sjón­varps­stöðina Fox News er látin eftir að hafa særst á vett­vangi í Úkraínu í gær. 

Konan sem um ræðir hét Oleksandra Kúvsjínóva og var einungis 24 ára gömul.

Fréttamaðurinn Trey Yingst greinir frá andláti hennar.

Skotið á farartækið

Sasja, eins og hún var kölluð, var ásamt mynda­tökumanninum Pier­re Zakrzewski og fréttamanninum Benjamin Hall að störfum þegar skotið var á far­ar­tæki þeirra í Hor­enka, skammt fyr­ir utan Kænug­arð.

Zakrzewski lést einnig í árásinni.

Áður hefur verið greint frá skotárásum rússneskra hermanna á hópa blaðamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert