Vilja forðast viðskiptaþvinganir

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. AFP

Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, segir að Kínverjar vilji ekki að viðskiptaþvinganir Vesturlanda á hendur Rússa nái til Kína í samtali við ríkismiðilinn þar í landi.

Þrýstingur á kínversk stjórnvöld um að draga til baka stuðning sinn við Rússland í stríðinu við Úkraínu. 

„Kína er ekki aðili að þessari krísu og vill enn síður verða fyrir áhrifum viðskiptaþvingana,“ sagði Yi, samkvæmt handriti samtals hans við utanríkisráðherra Spánar, Jose Manuel Albares, sem birtist í ríkismiðlum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert