Úkraínskir viðbragðsaðilar segja að í borginni Karvív, í norðausturhluta landsins, hafi að minnsta kosti 500 óbreyttir borgarar fallið síðan innrás Rússa í landið hófst.
Karkív er næststærsta borg Úkraínu og hefur hún verið undir stöðugum árásum rússneskra hersveita undanfarna daga.
Erlendir fjölmiðlar greina þó frá því að Rússar eigi erfitt með að umkringja borgina vegna skorts á skotfærum.
Tveir létust þegar skotárás Rússa hæfði íbúðablokk í nótt í úthverfi borgarinnar.