Rússneskar hersveitir beindu skotum sínum að úkraínsku borginni Sapórisitsía í fyrsta sinn þar sem þúsundir manna hafa leitað skjóls eftir að hafa flúið hafnarborgina Maríupól. Flugskeytin hafa meðal annars lent á lestarstöð en ekki er vitað til þess að einhver hafi fallið í árásunum.
„Skotið hefur verið á borgaraleg skotmörk í Sapórisitsía í fyrsta sinn,“ skrifaði Alexander Starukh ríkisstjóri á samskiptamiðilinn Telegram í dag.
Sapórisitsía hefur verið fyrsti öryggi viðkomustaður þeirra sem flýja Maríupol, þaðan halda margir síðan vestur til Póllands eða annarra landamæra.
Stórslys í mannúðarmálum er í uppsiglingu í Maríupol samkvæmt hjálparstofnunum þar sem linnulausar sprengjuárásir hafa m.a. valdið því að um 400 þúsund íbúar eru ekki með rennandi vatn og hita, og ríkir þeir einnig matarskortur.
Hingað til hafa um 20 þúsund manns tekist að yfirgefa hafnarborgina sem er umkringd af rússneskum hersveitum en búið er að gera samning um flóttamannaleið úr henni.
Ef Rússum tekst að ná borginni á vald sitt gæti það verið stórt skref í innrásinni fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Borgin er staðsett um 55 kílómetra frá landamærum Rússlands, á milli landsvæða sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum stjórna, Donbas-héraðið og Krímskaginn.