Hafna hugmyndum Rússa um hlutleysi

Mikhailo Podolyak (til hægri) ásamt varnarmálaráðhrra Úkraínu, Oleksí Reznikov.
Mikhailo Podolyak (til hægri) ásamt varnarmálaráðhrra Úkraínu, Oleksí Reznikov. AFP

Úkraínsk yfirvöld hafa hafnað hugmyndum Rússa um að landið taki upp hlutleysi að hætti Austurríkis og Svíþjóðar, eins og yfirvöld í Kreml nefndu í morgun.

„Þetta er til umræðu og hægt að líta á þetta sem ákveðna mála­miðlun,“ sagði Dmitrí Peskov talsmaður rúss­neskra stjórn­valda, um málið.

Ser­gei Lavr­ov ut­an­rík­is­ráðherra Rússa sagði einnig í morg­un að ákveðin von væri um mála­miðlun við samn­inga­borðið.

Mikhaíló Podóljak, háttsettur samningamaður Úkraínu og aðstoðarmaður forsetans, sagði hlutleysi ekki koma til greina nú þegar landið ætti í stríði við Rússa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert