Selenskí: Friðarviðræður orðnar raunhæfari

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að friðarviðræður við Rússa séu nú á raunhæfari nótum en áður. Enn sé þó nokkuð í land.

Í ávarpi sínu á samfélagsmiðlum segir Selenskí að sigur á Rússum myndi krefjast framlags allra úkraínskra borgara, þar á meðal samningateymisins sem nú fundar í fjarfundarbúnaði. 

Rússar halda því til streitu í samningaviðræðum að Úkraínumenn gefi formlega frá sér alla möguleika á að ganga í Atlantshafsbandalagið og að aðskilnaður Donetsk, Lúhansk og Krímskaga verði viðurkenndur. 

Friðarviðræðum verðu fram haldið í dag. 

Selenskí viðurkenndi í gærkvöldi að ólíklegt væri að Úkraína myndi ganga inn í Atlantshafbandalagið. 

Þá var haft eftir Mykhalíó Podolíak, sem fer fyrir samninganefnd Úkraínumanna í friðarviðræðum, að þrátt fyrir djúpstæðan ágreining í viðræðunum væri vissulega svigrúm til málamiðlanna. 

Loftvarnasírenurnar hafa ómað í nótt í flestum úkraínskum borgum það sem af er nóttu og í morgunsárið og enn berast fréttir af skotárásum á íbúðahúsnæði í helstu borgum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert