Svíþjóð gæti orðið fyrirmynd Úkraínu

Dmitrí Peskov er talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar.
Dmitrí Peskov er talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar. AFP

Stjórnvöld í Kreml segja að um málamiðlun yrði að ræða ef Úkraína yrði hlutlaust ríki, með svipaða stöðu og Svíþjóð og Austurríki. Um það og fleira sé rætt í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

„Þetta er til umræðu og hægt að líta á þetta sem ákveðna málamiðlun,“ segir Dmitrí Peskov talsmaður rússneskra stjórnvalda.

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa sagði í morgun að ákveðin von væri um málamiðlun við samningaborðið.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, seg­ir að friðarviðræður við Rússa séu nú á raun­hæf­ari nót­um en áður. Enn sé þó nokkuð í land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert