Hætti í Bolsoj-ballettinum og skammast sín fyrir Rússland

Olga Smirnova dansar í La Belle árið 2016.
Olga Smirnova dansar í La Belle árið 2016. AFP

Olga Smirnova, ballerína í Bolsoj-ballettinum og stórstjarna í ballett sem nýlega fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu, hefur yfirgefið Bolsoj og ráðið sig til starfa hjá hollenska ballettinum. 

Frá þessu greinir ballettinn hollenski í yfirlýsingu.

Washington Post hefur eftir Ted Barndsen, listrænum stjórnanda í hollenska ballettinum að mikil spenna sé fyrir vistaskiptum Smirnovu. 

„Hún er fallegur listamaður og falleg manneskja. Það er eitthvað töfrandi við hana; hún dansar með allri sálinni. Að fá hana til liðs við okkur er yndislegt – þrátt fyrir sorglegan aðdraganda þess.“

„Við getum ekki verið hlutlaus“

Fordæming Smirnovu á innrásinni er sögð sýna hugrekki af hennar hálfu en setja hana í hættu í Rússlandi. Greindi hún frá skoðun sinni í skilaboðum á Telegram. 

„Við getum ekki verið hlutlaus í þessu alþjóðlega stórslysi,“ skrifaði hún.

„Ég hélt a ég myndi aldrei skammast mín fyrir Rússland,“ hélt hún áfram. Smirnova er einn fjórði úkraínsk þar sem hún á úkraínskan afa. Það eitt hafði þó ekki úrslitarvald í hennar ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka