Rússnesk stjórnvöld segja ummæli Joes Bidens Bandaríkjaforseta um Vladimír Pútín „óviðunandi og ófyrirgefanleg“. Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann í gær vegna stríðsaðgerða hans í Úkraínu.
„Mér finnst hann vera stríðsglæpamaður,“ sagði Biden um Pútín á blaðamannafundi í gær.
Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og fleiri en þrjár milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimili sín.