Pútín ósáttur með ummæli Bidens

Joe Biden og Vladimír Pútín.
Joe Biden og Vladimír Pútín. AFP/MANDEL NGAN

Rússnesk stjórnvöld segja ummæli Joes Bidens Bandaríkjaforseta um Vladimír Pútín „óviðunandi og ófyrirgefanleg“. Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann í gær vegna stríðsaðgerða hans í Úkraínu. 

„Mér finnst hann vera stríðsglæpa­maður,“ sagði Biden um Pútín á blaðamannafundi í gær. 

Inn­rás Rússa í Úkraínu hef­ur nú staðið yfir í þrjár vik­ur og fleiri en þrjár millj­ón­ir Úkraínu­manna hafa flúið heim­ili sín.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert