Rússar hættir við umdeilda ályktunartillögu

Vasilí Nebensía, sendifulltrúi Rússlands í Öryggisráðinu.
Vasilí Nebensía, sendifulltrúi Rússlands í Öryggisráðinu. AFP

Vísbendingar eru um að stuðningur við Rússa í alþjóðasamfélaginu gæti verið að minnka enn frekar.

Kínverjar og Indverjar hafa ekki tekið þátt í að fordæma innrás Rússa í Úkraínu en treystu sér ekki til að styðja ályktun sem Rússland hugðist leggja fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Rússland ætlaði að leggja fram ályktun á þriðjudag en var frestað þar til í dag.
Ályktunin átti að ganga út á fordæmingu á árásum á almenna borgara og að tryggja ætti að borgararnir hafi tækifæri til að flýja stríðsástand án þess að þeim stafi hætta af.

Kaldranalegt útspil

Vasilí Nebensía, sendifulltrúi Rússlands í Öryggisráðinu, staðfesti það síðar að atkvæðagreiðslan myndi ekki fara fram. Mun það hafa verið sökum þess að Kína og Indland treystu sér ekki til að styðja hana í Öryggisráðinu.

Barbara Woodward, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði ályktunina kaldranalegt útspil á meðan mikill harmleikur blasi við.

Linda Thomas-Greenfield fulltrúi Bandaríkjanna sagði ályktunina vera farsa í ljósi aðstæðna og dæmda til að misheppnast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert