130 bjargað úr leikhúsinu

AFP

Volodimír Selenskí segir að 130 manns hafi verið bjargað úr leikhúsinu sem var sprengt í hafnarborginni Maríupol.

„En hundruð eru ennþá undir rústunum,“ sagði Selenskí í myndbandi sem hann birti á Facebook. 

Hann lofaði að áfram yrði haldið áfram með björgunarstarf í borginni, þrátt fyrir linnulausar skotárásir, en borgin er sundurtætt eftir loftárásir Rússa og verst farin allra borga í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert