Kína muni þurfa að „greiða“

Biden og Xi á síðasta fundi sínum sem var haldinn …
Biden og Xi á síðasta fundi sínum sem var haldinn í nóvember síðastliðnum. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti mun vara Xi Jin­ping, for­seta Kína, við því í dag að Kína muni þurfa að „greiða“ fyr­ir það ef kín­versk stjórn­völd reyni að bjarga Rúss­um frá þeim erfiðu aðstæðum sem efna­hags­leg­ar refsiaðgerðir Vest­ur­landa hafa skapað þeim.

Leiðtog­arn­ir munu ræða sam­an í síma klukk­an eitt að ís­lensk­um tíma í dag. Verða þetta fyrstu viðræður þeirra síðan í nóv­em­ber. Til­efni fund­ar­ins er inn­rás Rússa í Úkraínu. 

Jen Psaki, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins, seg­ir að í sím­tal­inu muni Biden fá tæki­færi til þess að kom­ast að því hvar Xi stend­ur í deil­unni. 

Ekki vitað um refsiaðgerðir gegn Kín­verj­um

Mun sím­talið ekki ein­ung­is bein­ast að refsiaðgerðum held­ur mun Biden vænt­an­lega ræða við Xi um leiðir til þess að neyða Rússa til þess að leggja niður vopn. 

Kín­versk stjórn­völd hafa neitað því að for­dæma inn­rás Rússa og ótt­ast banda­rísk stjórn­völd að Kín­verj­um gæti hugn­ast að styðja Rússa fjár­hags­lega og mögu­lega með aðstoð við stríðsrekst­ur þeirra. Það gæti haft veru­lega al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. 

Hvíta húsið hef­ur ekki gefið það út hvort Biden muni hóta Kín­verj­um refsiaðgerðum en ein­hvers­kon­ar andsvar er á borðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert