Minnst 50 látnir eftir loftárás Rússa

Maður aðstoðar hermenn við að leita að eftirlifendum í rústum …
Maður aðstoðar hermenn við að leita að eftirlifendum í rústum herskálans sem rússneskar hersveitir sprengdu í gær. AFP/Bulent Kilic

Tugir úkraínskra hermanna féllu þegar að rússneskar hersveitir skutu á hermannaskála í borginni Míkolaív í suðurhluta Úkraínu í gærmorgun. Þetta herma heimildir AFP fréttastofunnar.

Teymi björgunarmanna er nú á leiðinni en að minnsta kosti 200 hermenn voru sofandi í skálanum þegar að rússneskar hersveitir létu til skarar skríða snemma föstudagsmorgun.

Að minnsta kosti 50 létu lífið í skotárás Rússa á …
Að minnsta kosti 50 létu lífið í skotárás Rússa á hermennaskála í suðurhluta Úkraínu. AFP/Bilent Kilic

Fjöldi látinna gæti verið í kringum 100

Búið er að sækja lík 50 hermanna úr sprengjurústunum en ekki er vitað hversu margir eru eftir inni, segir Maxím úkraínskur hermaður í samtali við AFP.

Annar hermaður sem fréttastofa ræddi við taldi að tala látinna gæti verið hátt í hundrað. Yfirvöld hafa ekki enn gefið út opinberar tölur um mannfall.

AFP/Bulent Kilic

Skálinn, sem var staðsettur í norðurhluta borgarinnar, gjöreyðilagðist í árásinni en nokkur flugskeyti hæfðu mannvirkið. Talið er að skotið hafi verið á borgina frá Kerson, svæði sem er nú undir stjórn Rússa.

„Í gær gerðu rússneskar hersveitir huglausa loftárás á sofandi hermenn okkar,“ sagði Vitalí Kim, yfirmaður svæðisstjórnar, í myndbandsávarpi fyrr í dag. 

Hann sagði að ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, fyrir utan að björgunaraðgerð stæði nú yfir.

200 voru sofandi í skálanum þegar að skotárásin var gerð.
200 voru sofandi í skálanum þegar að skotárásin var gerð. AFP/Bulent Kilic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka