Öllum prófum aflýst vegna pappírsskorts

Öllum skólaprófum í Srí Lanka hefur verið aflýst vegna pappírsskorts …
Öllum skólaprófum í Srí Lanka hefur verið aflýst vegna pappírsskorts í landinu. BULENT KILIC

Skóla­próf­um millj­óna nem­enda í Srí Lanka hef­ur verið af­lýst vegna skorts á prent­papp­ír í land­inu. Srí Lanka er nú í sinni al­var­leg­ustu efna­hagskreppu síðan árið 1948 og er papp­írs­skort­ur­inn ein af­leiðing henn­ar.

Frá þessu greindu yf­ir­völd í Srí Lanka í dag.

Er­lend­ur gjald­eyr­is­forði lands­ins á þrot­um

Mennta­mála­yf­ir­völd í Srí Lanka sögðu að öll­um miss­er­is­próf­um, sem áttu að hefjast á mánu­dag­inn næst­kom­andi, verði frestað um ókom­inn tíma vegna papp­írs­skorts. 

„Ekki verður hægt að halda próf­in þar sem prent­smiðjun­um hef­ur ekki tek­ist að tryggja þann gjald­eyri sem þarf til þess að flytja inn nauðsyn­leg­an papp­ír og blek,“ sagði talsmaður mennta­mála­deild­ar Vest­ur­héraðs Srí Lanka í sam­tali við frétta­stofu AFP.

Sam­kvæmt op­in­ber­um heim­ild­um væri aðeins hægt að halda próf fyr­ir tvo þriðju nem­enda lands­ins, sem eru sam­tals 4,5 millj­ón tals­ins.

Miss­er­is­próf eru hluti af símats­ferli sem notað er til að ákveða hvort nem­end­ur fari upp um bekk í lok árs.

Langar biðraðir hafa myndast eftir eldsneyti og matvöru í landinu.
Lang­ar biðraðir hafa mynd­ast eft­ir eldsneyti og mat­vöru í land­inu. AFP

Skerða raf­magn og skammta mat­vör­ur

Lam­andi efna­hagskrepp­an sem Srí Lanka er nú í, staf­ar af skorti á er­lend­um gjald­eyri til að fjár­magna nauðsyn­leg­an inn­flutn­ing til lands­ins, sem hef­ur svo leitt til skorts á mat­vöru, eldsneyti og lyfj­um í land­inu.

Hin fjár­svelta 22 millj­óna íbúa þjóð til­kynnti í vik­unni að hún muni óska eft­ir aðstoð Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins við að leysa síversn­andi skulda­stöðu sína og styrkja gjald­eyr­is­forða lands­ins.

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn staðfesti í gær að hann væri að íhuga ósk Gota­baya Rajapaksa, for­seta Srí Lanka, um aðstoð.

Greiða þarf um 6,9 millj­arða banda­ríkja­dala skuld Colom­bo, höfuðborg Srí Lanka, á þessu ári, en gjald­eyr­is­forði henn­ar nam um 2,3 millj­örðum banda­ríkja­dala í lok fe­brú­ar síðastliðnum.

Skammta mat til íbúa

Lang­ar biðraðir hafa mynd­ast eft­ir mat­vöru og eldsneyti víðs veg­ar um landið og hafa stjórn­völd tekið upp á því að skerða raf­magn til íbúa og skammta þeim mjólk­ur­dufti, sykri, linsu­baun­um og hrís­grjón­um.

Fyrr á þessu ári óskuðu stjórn­völd í Srí Lanka eft­ir því að Kína, einn helsti lána­drottn­ari þeirra, myndi veita þeim greiðslu­frest á skuld­um þeirra. Stjórn­völd í Pekíng hafa þó ekki enn brugðist við þeirri bón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert