Rússar nota nýtt vopn í fyrsta skipti

Rússnesk MiG-31K-orrustuþota vopnuð Kinzhal-flugskeyti sem náð getur tíu til tólfföldum …
Rússnesk MiG-31K-orrustuþota vopnuð Kinzhal-flugskeyti sem náð getur tíu til tólfföldum hljóðhraða og hæft skotmörk í yfir 2.000 kílómetra fjarlægð. Ljósmynd/Rússneski herinn

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í yfirlýsingu að Kinzhal-flugskeyti hefðu verið notaðar í fyrsta skipti í dag til þess að eyðileggja vopnabúr Úkraínumanna í vesturhluta landsins.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir flugskeytið vera „hið fullkomna vopn“ þar sem það getur flogið á tíföldum hljóðhraða og getur sigrast á loftvarnarkerfum. 

Pútín kynnti Kinzhal-flugskeytið fyrst árið 2018 í ávarpi sem nýjung í vopnabúri þjóðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert