Heimsstyrjöld ef friðarviðræður misheppnast

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu vill hefja á ný friðarviðræður við Rússa og segir að það sé eina leiðin til þess að binda enda á stríðið.

Selenskí og Úkraínumenn kalla eftir frekari friðarviðræðum eftir að skóli í Maríupol, þar sem 400 dvöldu, varð fyrir sprengjuárás. Yfirvöld í Úkraínu segja árásina stríðsglæp.

Rússlandsher útrými Úkraínumönnum

Í sjónvarpsviðtali á CNN sagði Selenskí að rússneski herinn væri kominn til Úkraínu til þess að útrýma Úkraínumönnum.

Hann bætti því við að þótt það væri aðeins litlar líkur á því að samkomulagi yrði náð, þyrfti að reyna á það.

Ef friðarviðræðurnar heppnast ekki myndi það þýða að þriðja heimsstyrjöldin væri gengin í garð að sögn Selenskís.

Selenskí hefur áður varað við því að átökin í Úkraínu gætu stigmagnast í næstu heimsstyrjöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert