Allir samningar við Rússa fari í þjóðaratkvæði

Selenskí vill að allir samningar sem kunni að vera gerðir …
Selenskí vill að allir samningar sem kunni að vera gerðir við Rússa verði bornir undir þjóðina AFP

Allir samningar sem kunna að vera gerðir við Rússa í friðarviðræðum verða sendir í þjóðaratkvæðagreiðslu í Úkraínu, að sögn Volodimír Selenskí, forseta landsins. En hann greindi frá þessu í viðtali við fjölmiðla í dag. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Ég hef útskýrt þetta fyrir samninganefndinni að þegar við erum að tala um allar þessar breytingar, sem geti verið sögulegar, þá verði að bera þær undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu“ sagði Selenskí í viðtalinu.

Í gær sagðist forsetinn vilja hefja friðarviðræður við Rússa á ný, það væri eina leiðin til að binda enda á stríðið. Þó litlar líkur væru á samkomulagi þá þyrfti að láta reyna á það.

Í dag höfnuðu Úkraínumenn úrslitakostum Rússa um að gefast upp og láta af hendina borgina Maríupl í suðurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert