Myndbönd sem talið er að sýni flugslysið í Kína hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag, en þau sýna vélina nánast stingast beint niður. Ekkert hefur enn verið staðfest um orsök flugslyssins. Vitað er að 132 manns voru í vélinni alls.
Flugfélagið China Eastern hefur tilkynnt að það hafi verið mannfall, en engar nákvæmari upplýsingar hafa komið enn. Vélin lenti á fjalli í suðurhluta Kína stutt frá borginni Wuzhou í héraðinu Guangzi og mikil sprenging varð. Kallað var á hundruð slökkviliðsmanna að slysstaðnum.
Flugvél flugfélagsins China Eastern var af tegundinni Boeing 737. Flugumferðarsíðan FlightTracker24 sýndi engar upplýsingar um flugið eftir kl. 2:22 að staðartíma í dag. Áður hafði komið fram að vélin fer úr 8,870 metra hæð í 982 metra hæð á aðeins 3 mínútum áður en vélin datt út af eftirlitssíðunni.
Samkvæmt kínversku sjónvarpsstöðinni CCTV olli flugslysið skógareldi í fjallinu, sem náðist að slökkva eftir nokkra tíma. Einn íbúi nálægt slysstaðnum sagði að flugvélin hefði gjörsamlega farið í sundur. Flugfélagið China Eastern breytti litum sínum í svart og hvítt í dag og setti neyðarnúmer á síðuna vegna slyssins.
Lítið hefur verið um flugslys í Kína undanfarin ár og mikið hefur verið lagt í uppbyggingu flugvalla og loftferðaöryggis. Síðasta flugslysið var 2010 þegar flugvél frá Henan Airlines hrapaði í norðausturhluta Heilongjiang héraðsins. Þá létust 42 af 92 farþegum, þótt endanleg tala látinna hafi aldrei verið staðfest.
Stærsta flugslys sögunnar í Kína var árið 1994 þegar 160 farþegar létust þegar vél frá China Northwest hrapaði