ESB samþykkir nýja stefnu í varnarmálum

Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á fundi utanríkis- og varnarmálaráðherra sambandsins.
Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á fundi utanríkis- og varnarmálaráðherra sambandsins. AFP

Evr­ópu­sam­bandið samþykkt í dag nýja stefnu í varn­ar­mál­um til þess að auka getu sam­bands­ins er bregðast þarf við ógn. Kveður nýja stefn­an meðal ann­ars á sér­staka fimm þúsund manna her­sveit sem geti brugðist skjótt við.

Stefn­an hef­ur verið á teikni­borðinu í rúm tvö ár en var end­ur­skrifuð á síðustu stundu til þess að mæta ógn Rússa eft­ir að stríðið í Úkraínu hófst.

„Þetta er ekki svarið við stríðinu í Úkraínu, en þetta er hluti af svar­inu,“ sagði Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á fundi ut­an­rík­is- og varn­ar­málaráðherra sam­bands­ins í dag.

„Þegar við hóf­um vinnu við nýju stefn­una í varn­ar­mál­um óraði okk­ur ekki fyr­ir að á síðustu stundu þyrft­um við að samþykkja breyt­ing­ar á svona slæm­um tím­um og að Evr­ópa stæði frammi fyr­ir svo stórri áskor­un.“

Nýja stefn­an á að þræða milli­veg­inn sam­hliða því að efla varn­ar­sam­vinnu. Meðal ann­ars á að koma á að koma á sér­stakri fimm þúsund manna her­sveit sem hægt verður að senda á hættu­leg svæði fyr­ir árið 2025.

„Mark­miðið er að styrkja Evr­ópu­sam­bandið og gera það hæf­ara til að tryggja ör­yggi íbúa þess,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu sam­bands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert