Flugvél með 133 um borð brotlenti í Kína

Flugvél China Eastern Airlines, af tegundinni Boeing 737-800, á alþjóðaflugvellinum …
Flugvél China Eastern Airlines, af tegundinni Boeing 737-800, á alþjóðaflugvellinum í borginni Wuhan í febrúar í fyrra. AFP

Kínversk farþegaflugvél með 133 manneskjur um borð brotlenti í suðvesturhluta Kína. Ekki er vitað um fjölda látinna, að sögn ríkisfréttastofunnar CCTV.

Flugvél China Eastern, af tegundinni Boeing 737, brotlenti á strjálbýlu svæði skammt frá borginni Wuzhou í héraðinu Guangzi.

CCTV greindi frá því að mikill eldur hefði kviknað og að viðbragðsaðilar hefðu verið kallaðir á vettvang.

Staðsetning slyssins skammt frá borginni Wuzhou í héraðinu Guangzi.
Staðsetning slyssins skammt frá borginni Wuzhou í héraðinu Guangzi. Kort/AFP

Kínverskir fjölmiðlar greindu frá því að flug MU5735 frá China Eastern hefði ekki komist á áfangastað í Guangzhou eftir að vélin tók á loft frá borginni Kunming skömmu eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma, klukkan fimm að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert