Hinir særðu eru fullorðnir

Skólinn var rýmdur af lögreglu.
Skólinn var rýmdur af lögreglu. AFP

Hinir særðu í framhaldskólanum í Malmö í Svíþjóð eru fullorðnir en ekki nemendur í skólanum. Ekki er vitað um ástand þeirra og enn er óljóst hvað kom fyrir en að sögn lögreglu er búið að handtaka einn mann.

Eina sem lögregla hefur gefið út um atvikið er að það hafi verið alvarlegt og að búið sé að handtaka eina meintan geranda.

Um 50 nemendur voru í skólanum að æfa leiksýningu er lögregla var kölluð til og lét rýma skólann um klukkan 17. 

Lögregla leitað um allan skólann og hefur handtekið einn.
Lögregla leitað um allan skólann og hefur handtekið einn. AFP

Í samtali við blaðamann SVT sagðist nemandi hafa séð tvo menn alblóðuga verið borna út úr skólanum á sjúkrabörum.

Vitni sem blaðamenn Aftonbladet talaði við sögðust ekki hafa heyrt hvelli eða í sprengingu. 

Um ell­efu hundruð nem­end­ur stunda nám í skól­an­um og hafa skólayfirvöld gefið það út að skólanum verður lokað á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert