„Í áfalli“ eftir að farþegavél brotlenti

Xi Jinping (til vinstri).
Xi Jinping (til vinstri). AFP

Xi Jinping, forseti Kína, segist vera „í áfalli“ eftir að farþegaflugvél brotlenti í suðvesturhluta landsins með yfir 130 manns um borð. Hann krefst þess að rannsókn verði gerð á slysinu.

„Við erum í áfalli vegna flugslyss China Eastern MU5735,“ hafði ríkisfjölmiðillinn CCTV eftir Xi.

Flugvél China Eastern af tegundinni Boeing 737-800 á alþjóðaflugvellinum í …
Flugvél China Eastern af tegundinni Boeing 737-800 á alþjóðaflugvellinum í borginni Wuhan árið 2020. AFP

Hann bætti við að „öllu verður tjaldað til“ hvað varðar björgunaraðgerðir og til að komast að „orsökum slyssins eins fljótt og mögulegt er“.

Engar fregnir hafa borist af fjölda látinna.  

Alls voru 123 farþegar í flugvélinni og níu í áhöfn, að sögn kínverskra flugmálayfirvalda. 

Viðbragðsaðilar skamt frá slysstaðnum.
Viðbragðsaðilar skamt frá slysstaðnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert