Lifði af helförina en lést í sprengjuárás Rússa

Boris Rómantsjenkó var sendur í fjórar útrýmingabúðir nasista.
Boris Rómantsjenkó var sendur í fjórar útrýmingabúðir nasista. Ljósmynd/BBC

Boris Rómantsjenkó var 96 er hann lést heimili sínu 18.mars í Karkív í Austur-Úkraínu vegna sprengjuárása Rússa. Meðal þess sem Rómantsjenkó upplifði á ævi sinni var að lifa af að vera sendur í fjórar útrýmingabúðir nasista.

Talið er að um 500 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í sprengjuárásum á Karkív.

„Það er með mikilli sorg í hjarta að við tilkynnum að Boris Rómantsjenkó lést í stríðinu í Úkraínu,“ sagði í yfirlýsingu Buchenwald og Mittelbau-Dora-stofnunarinnar en Rómantsjenkó dvaldi í Buchenwald-útrýmingabúðunum árið 1943.

Stofnunin lýsti honum sem „nánum vin“ en Rómantsjenkó var meðal annars varaforseti alþjóðanefndar Buchenwald-Dora og hafði það að markmiði að fræða almenning um helförina.

Tekinn af þýskum hermönnum

Hann fæddist árið 1926 nærri úkraínsku borginni Sumy. Rómantsjenkó-fjölskyldan voru ekki gyðingar en Boris var tekinn af þýskum hermönnum er hann var 16 ára gamall og fluttur til Dortmund.

Þar starfaði hann í nauðungarvinnu en reyndi að flýja árið 1943 sem leiddi til þess að hann var sendur til Buchenwald. Rúmlega 55 þúsund manns létu lífið í búðunum á stríðsárunum. 

Rómantsjenkó dvaldi einnig í Mittelbau-Dora, Bergen Belsen og Peenemünde-útrýmingabúðunum.

Árið 2012 heimsótti hann Buchenwald til að fagna því að 67 ár voru frá því að búðirnar voru frelsaðar af bandaríska hernum.

Rómantsjenkó hélt ræðu er 67 ár voru frá því að …
Rómantsjenkó hélt ræðu er 67 ár voru frá því að Buchenwald-búðirnar voru frelsaðar. Ljósmynd/BBC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert