Öllum viðskiptum við Rússa verði hætt

Volodimír Selenskí á skrifstofu sinni.
Volodimír Selenskí á skrifstofu sinni. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt leiðtoga Evrópu til að hætta öllum viðskiptum við Rússa. Með því vonast hann til að Rússar neyðist til að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu.

„Ekki styðja notkun Rússa á vopnum í stríðinu. Engar evrur handa innrásarhernum. Lokið öllum höfnum fyrir þeim. Ekki senda vörur til þeirra. Ekki nota orkuna. Berjist fyrir því að Rússar yfirgefi Úkraínu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sínu.

Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs.
Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs. AFP

Útgöngubann í Kænugarði

Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur tilkynnt útgöngubann í höfuðborginni sem tekur gildi klukkan 18 í dag og stendur yfir til klukkan fimm í fyrramálið. Loftárás var gerð á verslunarmiðstöð í borginni í nótt með þeim afleiðingum að sex hið minnsta létust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert