Rússar hafi framið stríðsglæp í Maríupol

Josep Borrell.
Josep Borrell. AFP

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir árásir Rússa á úkraínsku hafnarborgina Maríupol vera „mikinn stríðsglæp“.

„Það sem er að gerast núna í Maríupol er mikill stríðsglæpur. Allt er eyðilagt, sprengt og allir eru drepnir,“ sagði Borrell, við upphaf fundar með utanríkisráðherrum ESB.

Úkraínu­menn hafa hafnað úr­slita­kost­um Rússa um að gef­ast upp og láta Maríupol af hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert