Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir árásir Rússa á úkraínsku hafnarborgina Maríupol vera „mikinn stríðsglæp“.
„Það sem er að gerast núna í Maríupol er mikill stríðsglæpur. Allt er eyðilagt, sprengt og allir eru drepnir,“ sagði Borrell, við upphaf fundar með utanríkisráðherrum ESB.
Úkraínumenn hafa hafnað úrslitakostum Rússa um að gefast upp og láta Maríupol af hendi.