Saudi Aramco eykur verulega orkuframleiðslu

Sádi-Arabía framleiðir mest af olíu af olíuríkjum heims (OPEC).
Sádi-Arabía framleiðir mest af olíu af olíuríkjum heims (OPEC). AFP

Olíu­fyr­ir­tækið Saudi Aramco, sem er í eigu sádi­ar­ab­íska rík­is­ins, ætl­ar að auka veru­lega þá upp­hæð sem fyr­ir­tækið fjár­fest­ir í orku­fram­leiðslu en hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins tvö­faldaðist árið 2021.

BBC grein­ir frá því að fyr­ir­tækið stefni á að auka fram­leiðslu veru­lega á næstu fimm árum. 

Í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar hef­ur heild­sölu­verð á olíu rokið upp og náði það met­hæðum. Leiðtog­ar ríkja hafa lýst mikl­um áhyggj­um vegna þess.

Í síðustu viku fór Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, til Sádi-Ar­ab­íu til þess að reyna að fá yf­ir­völd til að auka af­hend­ingu á olíu á heimsvísu til skamms tíma.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á leið heim eftir ferð sína …
Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á leið heim eft­ir ferð sína til Sádi-Ar­ab­íu. AFP

Sádi-Ar­ab­ía fram­leiðir mest af olíu af ol­íu­ríkj­um heims (OPEC).

Saudi Aramco seg­ist ætla að auka fjár­fest­ing­una í orku­fram­leiðslu um 45 til 50 millj­arða banda­ríkja­dala á þessu ári en á síðasta ári var upp­hæðin um 32 millj­arðar.

Í yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins sagði að með fjár­fest­ing­unni myndi fyr­ir­tækið geta fram­leitt 13 millj­ón­ir tunna af hrá­ol­íu á dag árið 2027 en í fe­brú­ar var sú tala um 10 millj­ón­ir tunna á dag.

Þá mun gas­fram­leiðsla aukast um helm­ing fyr­ir árið 2030.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert