Saudi Aramco eykur verulega orkuframleiðslu

Sádi-Arabía framleiðir mest af olíu af olíuríkjum heims (OPEC).
Sádi-Arabía framleiðir mest af olíu af olíuríkjum heims (OPEC). AFP

Olíufyrirtækið Saudi Aramco, sem er í eigu sádiarabíska ríkisins, ætlar að auka verulega þá upphæð sem fyrirtækið fjárfestir í orkuframleiðslu en hagnaður fyrirtækisins tvöfaldaðist árið 2021.

BBC greinir frá því að fyrirtækið stefni á að auka framleiðslu verulega á næstu fimm árum. 

Í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar hef­ur heild­sölu­verð á olíu rokið upp og náði það met­hæðum. Leiðtogar ríkja hafa lýst miklum áhyggjum vegna þess.

Í síðustu viku fór Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til Sádi-Arabíu til þess að reyna að fá yfirvöld til að auka afhendingu á olíu á heimsvísu til skamms tíma.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á leið heim eftir ferð sína …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á leið heim eftir ferð sína til Sádi-Arabíu. AFP

Sádi-Arabía framleiðir mest af olíu af olíuríkjum heims (OPEC).

Saudi Aramco segist ætla að auka fjárfestinguna í orkuframleiðslu um 45 til 50 milljarða bandaríkjadala á þessu ári en á síðasta ári var upphæðin um 32 milljarðar.

Í yfirlýsingu fyrirtækisins sagði að með fjárfestingunni myndi fyrirtækið geta framleitt 13 milljónir tunna af hráolíu á dag árið 2027 en í febrúar var sú tala um 10 milljónir tunna á dag.

Þá mun gasframleiðsla aukast um helming fyrir árið 2030.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert