Sex látnir eftir árás á verslunarmiðstöð

Að minnsta kosti sex manns létust eftir að sprengjum var varpað á verslunarmiðstöð í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Blaðamaður AFP-fréttastofunnar greindi frá þessu og voru viðbragðsaðilar að leita að fleiri fórnarlömbum í rústunum.

Slökkviliðsmenn að störfum eftir loftárásina í nótt.
Slökkviliðsmenn að störfum eftir loftárásina í nótt. AFP

Sex lík höfðu verið lögð fyrir framan verslunarmiðstöðina Retroville í norðvesturhluta borgarinnar, að sögn blaðamannsins.

Um tíu hæða byggingu er að ræða. Sprengingin var kröftug og eyðilagði bifreiðar á bílastæðinu, auk þess sem stór gígur myndaðist þar.

Reykur stígur upp frá verslunarmiðstöðinni og hefur allur syðri hluti hennar eyðilagst ásamt líkamsræktarstöð sem var við bílastæðið.

„Óvinaárásir hafa valdið eldsvoða á þó nokkrum hæðum og kveikt í þó nokkrum bílum,“ sögðu viðbragðsaðilar á Facebook.

Slökkviliðsmenn leita í rústum verslunarmiðstöðvarinnar.
Slökkviliðsmenn leita í rústum verslunarmiðstöðvarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert