Tveir slasaðir í framhaldsskóla í Svíþjóð

Framhaldskólinn er í Malmö í Svíþjóð.
Framhaldskólinn er í Malmö í Svíþjóð. AFP

Að minnsta kosti tveir eru slasaðir í framhaldsskóla í Malmö í Svíþjóð og hefur einn verið handtekinn af lögreglu. Óljóst er á þessari stundu hvað kom fyrir.

SVT greinir frá því að um alvarlegt brot sé að ræða. Mikill viðbúnaður er við skólann. 

Að sögn Rickard Lundqvist, talsmanni lögreglu, var lögregla kölluð til rétt eftir klukkan fimm á staðartíma og hefur hún nú náð stjórn á aðstæðum. Verið er að taka skýrslur af vitnum.

AFP

Vitni sögðu við blaðamann SVT að lögreglumenn hafi komið vopnaðir inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað.

Um ellefu hundruð nemendur stunda nám í skólanum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert