Rússland myndi aðeins beita kjarnavopnum í Úkraínustríðinu ef landið stæði frammi fyrir því að tilvist þess sé í hættu.
Þetta sagði Dmitrí Peskov talsmaður Kremlar í samtali við fréttastöðina CNN International í dag.
„Við notum ákveðnar reglur um heimavarnir og þær eru opinberar. Þú getur lesið allt um aðstæður sem gætu leitt til þess að Rússar myndu beita kjarnavopnum,“ sagði Peskov.
„Ef landið stendur frammi fyrir tilvistarógn, þá getum við beitt kjarnavopnum ef aðstæður samræmast reglum okkar.“
Fréttakonan Christiane Amanpour hafði þrýst á hann um svör hvort hann væri öruggur um að Pútín myndi ekki nota kjarnavopn í Úkraínustríðinu, og fékk þá þessi svör.
President Putin has raised the threat of using nuclear weapons – and his spokesperson Dmitry Peskov refused to rule out their use, in an interview with me tonight. pic.twitter.com/uxQqncLGYN
— Christiane Amanpour (@amanpour) March 22, 2022