Engin merki um vopnasendingu til Rússa

Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar.
Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar. AFP

Bandaríkjamenn segjast ekki hafa orðið varir við neinar vopnasendingar frá Kína til vinaþjóðar þeirra Rússa undanfarna daga. 

„Við höfum ekki séð neina hreyfingu sem bendir til þess að verið sé að flytja vopn frá Kína til Rússlands. En að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með,“ sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, átti tæplega tveggja tíma símtal við Xi Jinping, forseta Kína, síðastliðinn föstudag.

Þar varaði hann við því að Kína muni þurfa að „gjalda“ fyr­ir það ef kín­versk stjórn­völd reyni að bjarga Rúss­um frá þeim erfiðu aðstæðum sem efna­hags­leg­ar refsiaðgerðir Vest­ur­landa hafa skapað þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert