Fórnarlömb árásarinnar í Malmö látin

Lögregla á vettvangi í dag.
Lögregla á vettvangi í dag. AFP

Tvær konur á sextugsaldri eru látnar eftir árás á framhaldsskóla í Malmö í Svíþjóð í dag. Konurnar voru ekki nemendur við skólann, en um 50 nem­end­ur voru í skól­an­um að æfa leik­sýn­ingu er lög­regla var kölluð til og lét rýma skól­ann um klukk­an 17. 

Í tilkynningu frá lögreglunni í Malmö kemur fram að konurnar hafi látist af sárum sínum í kjölfar árásarinnar. Þar kemur einnig fram að maður sem handtekinn var á vettvangi í dag vegna árásarinnar sé 18 ára gamall. 

Fórnarlömbin voru báðar starfsmenn við skólann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert