Rússneskur dómstóll hefur fundið Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstæðinginn, sekan um fjárdrátt.
„Navalní sveik út fé,“ sagði dómarinn Margarita Kotova, að sögn blaðamanns AFP-fréttastofunnar á staðnum.
Navalní, sem hefur gagnrýnt Vladimír Pútín Rússlandsforseta harðlega, var fangelsaður á síðasta ári vegna gamalla ásakana um fjársvik eftir að hann lifði af eiturárás sem hann sakar rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið á bak við.
Navalní, sem síðast fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm, þarf því væntanlega að dúsa enn lengur í fangelsi.