Segir Pútín íhuga notkun efna- og sýklavopna

Samsett mynd af Biden og Pútín.
Samsett mynd af Biden og Pútín. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir „ljóst“ að Rússar séu að íhuga notkun efna- og sýklavopna í Úkraínu. Hann varar við „alvarlegum“ viðbrögðum Vesturlanda ef þeir ákveða slíkt.

„Hann er með bakið upp við vegginn,“ sagði Biden seint í gærkvöldi um Vladimír Pútín Rússlandsforseta, og minntist á ummæli Rússa um að Bandaríkin geymi efna- og sýklavopn í Evrópu.

„Það er einfaldlega ekki satt, trúið mér,“ sagði Biden.

„Þeir eru einnig að gefa í skyn að Úkraína geymi sýkla- og efnavopn í Úkraínu. Það er skýrt merki um að hann er að íhuga að nota slík vopn,“ bætti hann við.

Hann sagði að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef Pútín ákveður að nota þessi vopn og að NATO myndi beita sér í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert