Volodimír Selenskí forseti Úkraínu og Frans páfi funduðu í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir stöðu mála í Úkraínu í dag.
Á Selenskí að hafa sagt páfanum, sem er á níræðisaldri, frá mannúðarkrísunnni sem ríkir nú í Úkraínu og útskýrt hvernig rússneskir hermenn hafa verið að loka fyrir leiðir flóttamanna úr borgum.
„Miðlunarhlutverk Páfagarðs við að binda enda á mannlegar þjáningar væri vel þegið. Ég þakkaði fyrir bænirnar fyrir Úkraínu og frið,“ sagði í tísti forsetans.
Talked to @Pontifex. Told His Holiness about the difficult humanitarian situation and the blocking of rescue corridors by Russian troops. The mediating role of the Holy See in ending human suffering would be appreciated. Thanked for the prayers for Ukraine and peace. pic.twitter.com/wj4hmrTRGd
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 22, 2022